Fjörheimar opna í nýju og glæsilegu húsnæði
Ný aðstaða Fjörheima á Vallarheiði var formlega opnuð á föstudagskvöldið en þeim hefur verið fundið framtíðarhúsnæði á Vallarheiði. Nemendum í 8. og 10. bekk var boðið til skemmtunar af þessu tilefni þar sem boðið var upp á grillaðar pylur og ýmis skemmtiatriði.
Ný aðstaða Fjörheiam er öll hin glæilegasta en hún alls 1.070 fermetrar. Til samanburðar má nefna að eldra húsnæði Fjörheima var um 200 fermetrar. Í húsnæðinu eru tveir salir, tónlistarherbergi og lítill kvikmyndasalur. Í öðrum salnum er ýmis afþreying s.s. tölvur, billiardborð og spil en í hinum er aðstaða fyrir böll og hljómsveitir en 10. apríl mun hljómsveitin Á móti sól leika fyrir nemendur á árshátíð grunnskóla Reykjanesbæjar.
Ungmenni í Fjörheimum hafa tekið virkan þátt í undirbúningi félagsmiðstöðvarinnar og m.a. lagt hönd á plóginn við skreytingar. Þar ber helst að telja listamanninn Þorbjörn Einar Guðmundsson.
Myndasyrpu frá opnunarkvöldinu má sjá í ljosmyndasafninu hér á vef Víkurfrétta.