Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 18. nóvember 2002 kl. 14:37

Fjörheimar með útvarpsstöð

Unglingar í félagsmiðstöðinni Fjörheimum hafa tekið sig til og verða með útvarpsstöð dagana 21.-28.nóv. Mikil vinna og undirbúningur hefur átt sér stað hjá starfsmönnum og unglingum. Unglingarnir sóttu námskeið í þáttagerð og eru í framhaldi af því að setja saman sína eigin útvarpsþætti. Hér er á ferðinni gott forvarnarstarf sem höfðar vel til margra unglinga. Bæjarbúar eru hvattir til að stilla viðtæki sín á FM 99,4.Unglingarnir ætla að hljóðvarpa sínum útvarpsþáttum daglega frá kl. 16.00-22.00 en tónlist af upptöku verður spiluð allan sólarhringinn. Umsjónarmenn með Fjörstöðinni fm. 99,4 eru þau Hilmar Kristinsson, Nilsína L. Einarsdóttir og Hafþór B. Birgisson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024