Fjörheimar komnir í gang að nýju
Félagsmiðstöðin Fjörheimar tók til starfa á ný eftir sumarfrí í gær.
Meðal þess sem boðið verður upp á í vetur eru: plötusnúðanámskeið 11. september, Fjörleikur 15. september og unglingahljómsveitakeppni og ball 17. september auk þess sem boðið verður upp á námskeið fyrir þá sem vilja læra að klippa myndband og fleira.
Starfið í Fjörheimum er ætlað ungmennum í 8. og 10. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ og verður opið alla virka daga frá kl. 14 - 18:00. Barakvöld verða á miðvikudagskvöldum í vetur frá kl. 19:30 til 21:30.
Ballskák eldri borgara hefst í dag kl 10:00. Spilað verður á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 10:00 – 12:00.
Mynd úr starfi Fjörheima