Fjörheimar í sumarfrí
Nú eru Fjörheimar komnir í sumarfrí, en við taka sumarnámskeið fyrir 7. bekk. Lokakvöld leiklistarhópsins verður miðvikudaginn 30. maí en þá verður sýnd uppfærsla leikfélags Keflavíkur á Trainspotting. Leiklistarhópurinn hefur haft í nógu að snúast og hafa verið þjálfuð í framkomu, framsetningu og raddbeitingu svo eitthvað sé nefnt. Einnig gerðu þau stuttmyndina Geðveiki sem sýnd var í vetur í Fjörheimum við góðar undirtektir. Að lokum bjuggu þau til kynningarmyndband um 88 Húsið - Fjörheima og Svartholið sem sjá má á síðu Fjörheima eða með því að smella hér.
Starfsfólk Fjörheima vill þakka öllum sem komu í Fjörheima í vetur og tóku þátt í starfinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir.
Mynd af www.fjorheimar.is - frá gistinótt sem haldin var í mars.