FJÖRHEIMAR ALLT OF LITLIR
Sú ráðstöfun bæjaryfirvalda í æskulýðsmálum unglinga bæjarins að færa alla félagsstarfssemi grunnskólanna í Fjörheima í Njarðvíkum er þvert gegn yfirlýstri stefnu bæjarins í þessum málum. Stefán Bjarkason, æskulýðsfulltrúi, sagði fyrir skömmu í blaðagrein að félagsstarfið yrði að mestu innan skólanna en það breytir ekki því að húsnæði Fjörheima rúmar engan veginn sameiginlegar skemmtanir á vegum skólanna eins og t.d. diskótekin. Í tíunda bekk eru líklegast u.þ.b 150 nemendur og borin von að slíkur fjöldi geti komist inn í Fjörheima. Mér finnst þessi ráðstöfun bæjaryfirvalda ekki til þess fallin að draga krakkana af götunni, plássleysið ýtir þeim frekar út á götuna. Það skýtur skökku við að á sama tíma og talað er um forvarnir eru möguleikar barnanna á að komast á heilbrigða skemmtun, undir eftirliti skólanna, minnkaðirRósa Hansdóttir, foreldri.