Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjórði dagur heilsuviku
Fimmtudagur 24. september 2009 kl. 08:23

Fjórði dagur heilsuviku


Í dag er fjórði dagur Heilsu- og forvarnarviku sem nú stendur yfir í Reykjanesbæ.

Í dag er m.a. boðið upp á ókeypis einkaþjálfun hjá ÍAK einkaþjálfaranemum Keilis á Íþróttavöllum á Ásbrú, spinning í Lífsstíl og Alfanámskeið í Keflavíkurkirkju kl. 19:00.
Í kvöld kl. 20:00 er svo fyrirlestur í Duushúsum undir heitinu „Það er pláss fyrir okkur öll einhvers staðar“. Þar fjallar Sigfús Sigurðsson, handknattleikskappi, um fjorvarnargildi íþrótta og tómstunda. Allir eru velkomnir, sérstaklega nemendur í 8.,9 og 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar og ásamt foreldrum eða forráðamönnum.

Nánari tímasetingar og aðra dagskrárliði er hægt að kynna sér hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024