Fjórar sýningar á Hans og Grétu um helgina
Barnaleikritið Hans og Gréta var frumsýnt fyrir fullu Frumleikhúsi á sunnudag. Leikfélag Keflavíkur setur leikritið upp og segist leikstjórinn Steinn Ármann Magnússon vera ánægður með mótttökurnar. „Þetta gekk rosalega vel. Börnin virtust skemmta sér mjög vel og þá er takmarkinu náð. Þau tóku virkan þátt í sýningunni og það er marktækasta gagnrýnin því börnin ljúga aldrei.” Steinn Ármann bætir því við að starfið með leikfélaginu hafi verið skemmtilegt sem aldrei fyrr. „Þetta verður alltaf meira og meria gaman í hvert skipti. Ég væri að sjálfsögðu tilbúinn til að vinna með þeim einu sinni enn, það er að segja ef þau vilja fá mig!” Sýningin hlaut svo góðar viðtökur að leikfélagið ákvað að hafa fjórar sýningar um næstu helgi.
Á morgun, laugardag verða tvær sýningar, klukkan 13 og 16 og á sunnudag verða tvær aðrar, einnig klukkan 13 og 16.
VF-mynd/Héðinn Eiríksson