Fjórar stúlkur af Suðurnesjum í Miss Universe Iceland
Suðurnesjastelpurnar Aníta Ösp Ingólfsdóttir, Bojana Medic, Gunnhildur Stella Líndal og Tinna Björk Stefánsdóttir taka allar þátt í Miss Universe Iceland sem fer fram þann 21. ágúst. Þetta er í 67. sinn sem að keppnin fer fram.
„Ferlið er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Það er mjög erfitt að velja það skemmtilegasta við ferlið þar sem það er allt búið að vera frábært,“ segir Bojana en keppnin leggst mjög vel í hana og er ekkert nema spenna í hópnum sem er einnig mjög náinn. „Meðal þess sem ég hef lært í sumar er að gera hlutina sem mig langar að gera og ekki spá í hvað öðrum finnst, það hefur klárlega eflt sjálfstraustið mitt gríðarlega mikið.“
Keppnin fer fram í Stapanum og byrjar kl. 20:00. Miðasala fer fram á tix.is.
Bojana Medic, keppandi í Miss Universe Iceland