Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör í Stubbaakademíunni
Sunnudagur 26. ágúst 2007 kl. 01:30

Fjör í Stubbaakademíunni

Mikið gekk á í íþróttasal Íþróttaakademíunnar í morgun þar sem fram fór fyrsti tíminn í Stubbaakademíunni, íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára.

Þar komu saman hressir krakkar með foreldrum sínum sem sungu, spreyttu sig á þrautum og léku sér undir stjórn fagfólks, en megináhersla Stubbaakademíunnar er að auka alhliða þroska barnanna með fjölbreyttum leikjum, söng og æfingum.

Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu íþróttaakademíunnar. Smellið hér


VF-Mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024