Fjör á XY deginum í Reykjanesbæ
XY dagur Glitnis var haldinn hátíðlegur fyrir Vinnuskólakrakka í Reykjanesbæ í dag. Fjörið hófst um 11 og var boðið uppá grillaðar pylsur, snakk og gos ásamt ókeypis aðgangi í leiktæki frá Sprell. Veittar voru viðurkenningar fyrir duglegasta hópinn á fyrra tímabili Vinnuskólans. Keflvíska hljómsveitin Koja sá um að halda stuðinu uppi, en þeir gáfu nýlega út sína fyrstu plötu sem ber nafn sveitarinnar.
Myndasafn frá deginum er komið inn á Ljósmyndasafn Víkurfrétta sem má sjá með því að smella hér
VF-mynd/[email protected]