Fjör á Kaskóhátíð
Það var sannkölluð „karnival“ stemning fyrir ungu kynslóðina fyrir utan Kaskó á Iðavöllum sl. föstudag þegar verslunin var með opnunarhátíð eftir breytingar. Langar raðir barna mynduðust við leiktækin, hoppukastala og trambólín, á meðan aðrir krakkarnir gæddu sér á grilluðum kjúklingavængjum og candyfloss, allt í boði Kaskó. Ekki var fullorðna fólkið skilið út undan þar sem ýmis góð tilboð voru í tilefni dagsins en verslunin hefur tekið nokkrum breytingum ásamt því að vöruúrval er stóraukið.Það er óhætt að segja að þessi opnunarhátíð hafi tekist vel. Veðurguðirnir voru rólegir þennan daginn þó aðeins hefði rignt með köflum.