Fjör á jólaballi FLE
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hélt jólaball síðasta fimmtudag. Sigríður María Beinteinsdóttir, oftast nefnd Sigga Beinteins, sá um að syngja fyrir gesti sem dönsuðu í kringum jólatré og Grétar Örvarsson lék á píanó.
Þeir rauðklæddu létu sig ekki vanta og mættu þeir 3 saman til að gleðja krakkana. Lalli töframaður sýndi nokkur töfrabrögð og vakti mikla lukku.
Myndir frá jólaballinu eru komnar í ljósmyndasafn vf.is.
VF-Myndir/siggijóns