Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör á fjölþjóðlegri fjölskylduhátíð
Miðvikudagur 4. maí 2016 kl. 06:00

Fjör á fjölþjóðlegri fjölskylduhátíð

Samtökin Móðurmál héldu fjölskylduhátíð í sal Myllubakkaskóla um síðustu helgi. Nú eftir áramót hafa samtökin boðið upp á móðurmálskennslu á nokkrum tungumálum fyrir tvítyngd börn. Á hátíðinni var mikið um dýrðir, boðið var upp á smárétti frá ýmsum löndum og farið í leiki. Þá lék Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á fiðlu og brá á leik.

Hingað til hefur ekki verið boðið upp á móðurmálskennslu fyrir tvítyngd börn á Suðurnesjum og hafa margir því sótt kennsluna til höfuðborgarsvæðisins. Kennslan gekk vel í vetur og voru nemendur 35 talsins. Starfið hefst svo aftur næsta haust. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024