Fjör á Barnahátið í Reykjanesbæ - myndir
Barnahátíð fer fram í sjöunda sinn í Reykjanesbæ nú um helgina 10. – 13. maí. Margir koma að undirbúningi hátíðarinnar og boðið verður upp á margs konar viðburði fyrir börn og foreldra. Markmið hátíðarinnar er að skapa foreldrum og börnum fjölbreytt tækifæri til frjórrar og gefandi samveru og stuðla þannig að fjölskylduvænum Reykjanesbæ. Söfnin í bænum og leik- og grunnskólar ásamt öðrum stofnunum sem og íþróttafélög, tómstundafélög og menningarfélög taka virkan þátt í hátíðinni en að auki er öllum bæjarbúum boðin þátttaka.
Í dag, laugardag var margt um að vera og iðaði bærinn af lífi. Ljósmyndari Víkurfrétta tók rúntinn á nokkra staði og smellti af nokkrum myndum sem sjá má hér að neðan.
Dagskrá hátiðarinnar á morgun, Sunnudaginn 13.maí
08:30 - 18:30 Landsbankamót ÍRB í sundi. Olympic Trials in Iceland
09:00 - 18:00 Ert þú hreystin uppmáluð? Kíktu við í hreystibrautina
10:00 - 17:00 Skessan býr í helli sínum og óskar eftir pósti og snuddum
11:00 - 12:00 Fjölskyldustund í Keflavíkurkirkju
11:00 - 13:00 Göngum saman samtökin fimm ára - Fjölskylduganga
11:00 - 18:00 Velkomin í Víkingaheima. Búningar, nýjar sýningar, kaffiveitingar o.fl.
11:00 - 14:00 Viltu læra að tálga? Ath. að það þarf að skrá sig til þátttöku.
12:00 - 17:00 Landnámsdýragarðurinn opinn
13:00 - 15:00 Búðu til flott vinaarmband handa þér og góðum vini í Víkingaheimum
13:00 - 14:30 Trio Flauti Dolci! Flottir tónleikar í Víkingaheimum
13:00 - 17:00 Börn. Ljósmyndasýning
13:00 - 17:00 Kaffiveitingar í Víkingaheimum
13:00 - 17:00 Listahátíð barna í Duushúsum og víða um bæinn
14:00 - 18:00 Viltu læra að tálga? Ath. að það þarf að skrá sig til þátttöku
14:00 - 15:00 Skessan býður í lummur og blöðrur og fær góða gesti í heimsókn
14:30 - 16:30 Innileikjagarðurinn á Ásbrú - nýr hoppukastali!
15:00 - 17:00 Lærðu að töfra hjá Einari Mikeal!
15:00 - 16:00Átt þú skemmtilegt gæludýr?
17:00 - 18:00 Samspilsdagurinn mikli!
Boðið var upp á hjólaþrautir fyrir yngri kynslóðina á plani Fjörheima, Hafnargötu 88.
Einn, tveir og nú!
Mikið af fólki lagði leið sína í Landnámsdýragarðinn.
VF-Myndir [email protected]