Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör á árshátíð 10. bekkinga
Sunnudagur 30. mars 2003 kl. 12:30

Fjör á árshátíð 10. bekkinga

Árshátíðir flestra grunnskólanna í Reykjanesbæ voru haldnar í sl. viku. Sameiginleg árshátíð fyrir nemendur í 8. - 10. bekk var haldin í samkomuhúsinu Stapa á miðvikudag. Mikið fjör var á árshátíðinni og var almenn ánægja með hvernig til tókst. Foreldrar nemenda tóku þátt í árshátíðinni með þeim hætti að þeir buðu nemendum og kennurum upp á mat ásamt því að þjóna þeim til borðs áður en árshátíðin byrjaði. Eins og sjá má á myndunum skemmtu flestir sér konunglega.

Smellið hér til að sjá myndir úr árshátíðinni!


Nemendur skólanna fluttu skemmtiatriði þar sem hver skóli var með sitt atriði. Hljómsveitin í svörtum fötum lék fyrir dansi.

Að árshátíð lokinni var nemendum boðið upp á sætaferðir frá Stapanum til síns heima, öllum að kostnaðarlausu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024