Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjör á aðventunni í Stapaskóla
Fimmti bekkur, sigurvegararnir í skreytingakeppninni í Stapaskóla.
Miðvikudagur 23. desember 2020 kl. 07:43

Fjör á aðventunni í Stapaskóla

Í upphafi aðventunnar fóru elstu nemendurnir af leikskólastigi í ævintýraferð í Aðventugarðinn þar sem þau skreyttu sinn reit með jólaskrauti sem þau höfðu búið til sjálf. Höfðu nemendur virkilega gaman af þessari ferð og voru stolt af því að geta sýnt bæjarbúum sín verk.

Stapaskóli er fremur nýr skóli og erum við að skapa okkar hefðir saman tengdar aðventunni. Ein þeirra er að vera með samkeppni um best skreytta jólagluggann. Í nýju og glæsilegu skólabyggingunni okkar eru gluggar á göngunum þar sem sjá má inn í tvenndirnar (kennslustofurnar). Við ákváðum að nýta okkur þessa glugga þannig að allir geta notið þess að sjá skreytingar árganganna þegar gengið er um ganga skólans. Vegna takmarkanna á skólastarfi eru tveir árgangar staðsettir í bráðabirgðahúsnæði Stapaskóla og skreyttu þeir því glugga þar að þessu sinni. Til að dæma um sigurvegara í keppninni voru fengnir fjórir einstaklingar frá ólíkum stofnunum bæjarins auk eins fulltrúa foreldra og höfðu þeir allir á orði að þetta væri skemmtileg hefð og vel að verki staðið hjá nemendum. Fór svo að sigurvegarar í jólaglugga Stapaskóla árið 2020 var 5. bekkur og fengu þau afhentan glæsilegan farandbikar sem að Haukur, smíðakennari, bjó til í laserprentara skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024