Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Mannlíf

Fjölskylduvæn fyrirtæki og stofnanir í Reykjanesbæ heiðraðar
Laugardagur 25. febrúar 2012 kl. 13:56

Fjölskylduvæn fyrirtæki og stofnanir í Reykjanesbæ heiðraðar

Þrjú fyrirtæki og stofnanir í Reykjanesbæ voru heiðraðar með viðurkenningu í morgun á degi fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Þau sem hlutu viðurkenningu voru Keflavíkurkirkja, Verkfræðistofa Suðurnesja og leikskólinn Heiðarsel.

Bílakjarninn
Bílakjarninn


Á dagskrá voru tvö ávörp. Árni Sigfússon fjallaði um framtíðarsýn Reykjanesbæjar í fjölskyldumálum og Ingigerður Sæmundsdóttir, formaður formanns fjölskyldu- og félagsmálaráðs, talaði um Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar.


Hera Ósk Einarsdóttir, félagsráðgjafi, flutti stutt erindi og Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur kynnti þau verkefni sem hún vinnur að og kallast „Lærum og leikum með hljóðin“.



VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson