Fjölskyldutónleikar með Gospelkrökkum í Stapa
Í tilefni 5 ára afmælis Gospelkrakka verða tónleikar í Stapanum, Reykjanesbæ, laugardaginn 25. maí kl 16:00.
Ókeypis er inn á tónleikana en samskot verða tekin til styrktar barnaheimili Hjálpræðishersins í Paraguay, sem Ester og Wouter van Gooswilligen munu sjá um næstu árin. Tónleikarnir verða jafnframt kveðjutónleikar fyrir fjölskylduna van Goswilligen, en Ester sem er stofnandi „Gospelkrakka“ hefur stjórnað kórnum s.l. 5 ár.
Hundruð barna og unglinga hafa verið með í „Gospelkrökkum“ þessi ár og eru þau sérstaklega boðin að koma á þessa tónleika og taka þátt í lokalagi tónleikanna „Gospelgleði“.
Verið velkomin,
Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ.