Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:07

FJÖLSKYLDUSTUNDIR Í KEFLAVÍKURKIRKJU

Keflavíkurkirkja mun hafa opið hús í Kirkjulundi á þriðjudagsmorgnum kl.10-12 fyrir aðstandendur barna undir grunnskólaaldri. Fyrsta fjölskyldustundin verður þriðjudaginn 5.október. Á fjölkskyldustundunum gefst mæðrum, feðrum, ömmum. öfum o.fl. kostur á að koma með börn sín til spjalls og samvista. Klukkan 10:30-11:30 verður boðið upp á helgistund, fræðslu og samfélag fyrir fullorðna fólkið. Börnunum verða kenndar bænir, það verður lesið fyrir þau og sungið með þeim. Kirkjan býður uppá safa, ávexti og kex en þátttakendur geta lagað kaffi eð te óski þeir þess. Umsjón með fjölskyldustundunum hafa Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni og Laufey Gísladóttir kennari. Keflavíkurkirkja leggur sérstaka áherslu á allar gerðir fjölskyldna á þessu misseri því þótti það við hæfi að hefja þessa starfsemi nú þegar í Kirjulundi, en færa hana svo yfir í nýja safnaðarheimilið þegar það verður opnað. Nánari upplýsingar fást í síma 421-4327 og 855-0834 (sími djákna).
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024