Fjölskylduhjálp segir neyðina vera mikla

Fjölskylduhjálp Suðurnesja þakkaði fyrir sig með því að halda kaffiboð á skemmtistaðnum Center að Hafnargötu í Reykjanesbæ í dag. Bakkelsi var í boði Sigurjónsbakarís en bakaríið hefur stutt við bakið á Fjölskylduhjálpinni með matargjöfum allt árið 2011. Fjölskyldan í söluturninum Ungó gaf 150 pítsur og 2l Pepsi og Nettó kom og afhenti Fjölskylduhjálp 250 þúsund krónur. Tónlist var á boðstólnum en helmingur Prumpu strumpana lék og spilaði hugljúf lög og svo komu Fríða og Smári úr Klassart of tóku tvö falleg jólalög.

Talsmaður Fjölskylduhjálpar segir að mikið að fólki á Suðurnesjum eigi um sárt að binda um þessar mundir. Í gær hafi 220 fjölskyldur komið til þess að leita eftir mataraðstoð en vanalega eru það um 150 fjölskyldur sem leita aðstoðar í hverri viku. Hægt er að leggja fjölskylduhjálp lið m.a með því að gefa pakka í Nettó við Krossmóa.

Nettó kom færandi hendi

Klassart kom fólkinu í jólaskap

Fjölskyldan á Ungó gaf veglega gjöf






