Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölskylduhjálp segir neyðina vera mikla
Föstudagur 16. desember 2011 kl. 17:26

Fjölskylduhjálp segir neyðina vera mikla

Fjölskylduhjálp Suðurnesja þakkaði fyrir sig með því að halda kaffiboð á skemmtistaðnum Center að Hafnargötu í Reykjanesbæ í dag. Bakkelsi var í boði Sigurjónsbakarís en bakaríið hefur stutt við bakið á Fjölskylduhjálpinni með matargjöfum allt árið 2011. Fjölskyldan í söluturninum Ungó gaf 150 pítsur og 2l Pepsi og Nettó kom og afhenti Fjölskylduhjálp 250 þúsund krónur. Tónlist var á boðstólnum en helmingur Prumpu strumpana lék og spilaði hugljúf lög og svo komu Fríða og Smári úr Klassart of tóku tvö falleg jólalög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Talsmaður Fjölskylduhjálpar segir að mikið að fólki á Suðurnesjum eigi um sárt að binda um þessar mundir. Í gær hafi 220 fjölskyldur komið til þess að leita eftir mataraðstoð en vanalega eru það um 150 fjölskyldur sem leita aðstoðar í hverri viku. Hægt er að leggja fjölskylduhjálp lið m.a með því að gefa pakka í Nettó við Krossmóa.

Nettó kom færandi hendi

Klassart kom fólkinu í jólaskap

Fjölskyldan á Ungó gaf veglega gjöf