Fjölskylduhátíðin í Vogum heldur áfram í kvöld
Í dag hefur staðið yfir fjölbreytt dagskrá á Fjölskylduhátíðinni í Vogum. Þegar þessi orð eru sett niður á blað er að hefjast hverfagrill í gula, rauða og græna hverfinu í Vogum.
Kl. 19:30 hefjast Hverfaleikar í Aragerði þar sem keppt verður í fjölbreyttum greinum. Kvöldskemmtun hefst síðan kl. 20:15 með söng og gleði, auk þess sem Lalli töframaður ætlar að láta hluti hverfa.
Dagskránni í kvöld lýkur svo með flugeldasýningu á vegum Skyggnis.
Dagskrá Fjölskyldudaga heldur svo áfram á morgun með því að frítt verður í sund og þá verður menningartengd söguganga frá Kálfatjarnarkirkju.
- Meðfylgjandi mynd var tekin á hátíðarsvæðinu í dag.
Sjá dagskrá hátíðarinnar hér!