Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölskyldudagurinn í Vogum – myndir
Mánudagur 16. ágúst 2010 kl. 14:20

Fjölskyldudagurinn í Vogum – myndir


Íbúar Voga og gestir þeirra héldu árlegan Fjölskyldudag á laugardaginn og skemmtu sér vel. Veðurguðirnir voru hliðhollir hátíðinni því það rigndi út með öllum Reykjanesskaganum allan daginn nema í Vogum.
Gestir gerðu ýmislegt sér til skemmtunar frá morgni til kvölds og Bubbi Morthens lauk dagskránni á sviðinu um kvöldið og fékk viðstadda til að taka undir. Að því loknum var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu. Daginn eftir var svo íbúm boðið í kaffi og rjómatertur í tilefni af 120 ára afmæli sveitarfélagsins.

Svipmyndir frá helginni eru á ljósmyndavef Víkurfrétta hér á vf.is.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024