Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölskyldudagur í Vogum
Föstudagur 12. ágúst 2011 kl. 23:52

Fjölskyldudagur í Vogum

Hinn árlegi Fjölskyldudagur Sveitarfélagsins Voga verður haldinn hátíðlegur á morgun, laugardaginn 13. ágúst. Dagurinn verður stútfullur af skemmtilegri dagskrá sem teygir sig reyndar frá föstudegi yfir á sunnudag. Fjölskyldudagurinn er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini til að eiga góða samverustund og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðal skemmtikrafta sem koma fram í Vogunum eru: Ingó Vðurguð, Friðrik Ómar, Eyjólfur Kristjánsson, Jón Jónsson og þeir félagar Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir fjölskyldumeðlimir geta fundið eitthvað við sitt hæfi en dagskrá má nálgast með því að smella hér.