Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölskyldudagar í Vogunum um helgina
Föstudagur 17. ágúst 2012 kl. 13:35

Fjölskyldudagar í Vogunum um helgina

Íþróttaálfurinn og Solla stirða kíkja í heimsókn. Valdimar Guðmundsson og Magni munu einnig halda uppi stuðinu.

Fjölskyldudagar verða haldnir í Vogunum helgina 16.-19. ágúst. Fjölbreytt dagskrá er í boði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og áhersla lögð á virka þátttöku bæjarbúa.

Dagarnir hófuat með golfmóti í gær, fimmtudaginn 16. ágúst kl. 09:00. Á föstudagskvöldinu verður nýr heimavöllur Þróttar vígður og í framhaldi af því munu Þróttarar taka á móti liði Grundarfjarðar í æsispennandi leik. Að leik loknum verður varðeldur og foreldrum boðið að grilla sykurpúða fyrir yngri kynslóðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á laugardeginum hefst dagskráin kl. 9:30 með fjölskyldudorgveiði. Fjölbreytt dagskrá verður í Aragerði þar sem m.a. verður boðið upp á leiktæki, tónlist, fjársjóðsleit, listflug, karamelluflug, Brúðubílinn, sölutjöld og sápufótbolta.

Um kvöldmatarleytið verður hverfagrill á þremur stöðum í Vogunum og upp úr kl. 20:00 sameinast síðan allir í Aragerði. Þar fara fram hverfaleikar, íþróttaálfurinn og Solla stirða kíkja í heimsókn, Melkorka Rós ásamt Jóhannesi Bjarka, Valdimar Guðmundsson og Magni munu halda uppi stuði fram að magnaðri flugeldasýningu sem fer í loftið um kl. 23:00.

Sunnudagurinn verður helgaður menningu og listum. Má þar nefna list- og handverkssýningu, bæjargöngu, kvikmyndasýningu og þjóðlagahópinn Osminka frá Tékklandi.

Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt fá á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga,  www.vogar.is.

Hressir guttar úr Vogunum.