Fjölmennt Karnival í kvikmyndaverinu á Ásbrú
– sjáið allar myndirnar úr fjörinu
Hinn árlegi opni dagur á Ásbrú fór fram í gær þegar þúsundir landsmanna mættu í karnivalstemmningu í Atlantic Studios kvikmyndaverinu á Ásbrú. Þar var allt með amerísku yfirbragði, fjölmargir sölu- og kynningarbásar og matarvagnar og matsölur með gott í gogginn.
Þá var boðið upp á skoðunarferð um Orion P-3 kafbátaleitarflugvél sem kom sérstaklega hingað til lands til að taka þátt í opna deginum en bandaríska sendiráðið á Íslandi hafði milligöngu um komu vélarinnar en sendiráðið hefur verið virkur þátttakandi í Ásbrúardeginum undanfarin ár.
Fræðsla og fjör var yfirskrift opna dagsins að þessu sinni. Ævar vísindamaður og Jónsi partístjóri sáu um að allt færi vel fram. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðinni í gær. Fleiri svipmyndir verða í Sjónvarpi Víkurfrétta í næstu viku.