Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmenningardagurinn haldinn hátíðlegur
Mánudagur 7. maí 2012 kl. 13:30

Fjölmenningardagurinn haldinn hátíðlegur



Fjölmenningardagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjanesbæ sl. laugardag en markmiðið var að fagna fjölbreytileika í samfélaginu og draga fram kosti þess að búa í fjölbreytilegu umhverfi. Sigríður Víðis Jónsdóttir, höfundur verðlauna – og metsölubókarinnar Ríkisfang: Ekkert, hélt fyrirlestur um bók sína og umfjöllunarefni hennar sem er líf og reynsla palestínskra flóttakvenna sem fengu hæli á Íslandi árið 2008 eftir að hafa þurft að flýja frá Írak í kjölfar Íraksstríðsins.

Aleksandra Bosnjak, nemi hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sagði frá upplifun sinni á Íslandi og reynslu sinni af stríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spiluðu fyrir gesti m.a. á harmonikku, selló og píanó en einnig létu söngnemar ljós sitt skína. Í boði voru kræsingar frá ýmsum löndum eins og Íslandi, Póllandi, Honduras, Kyrgistan, Makedoníu, Íran og Nígeríu og á meðan gestir gæddu sér á framandi góðgæti var hægt að fylgjast með landkynningu frá Póllandi og Hondúras.

Sigríður Víðis Jónsdóttir, höfundur verðlauna – og metsölubókarinnar Ríkisfang: Ekkert



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kræsingar frá hinum ýmsu löndum