Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmenni við stofnun Blúsfélags Suðurnesja
Þriðjudagur 24. nóvember 2009 kl. 11:39

Fjölmenni við stofnun Blúsfélags Suðurnesja

Fjölmenni var á stofnfundi Blúsfélags Suðurnesja sem haldinn var í Top of the Rock sl. laugardag. Var mikill hugur í fundagestum sem kaus sér fimma manna stjórn undir röggsamri fundarstjórn Hjálmars Árnasonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Félagið ætlar að halda blúskvöld reglulega og hefur stofnað hóp á Facebook undir nafni félagsins þar sem hægt verður að fylgjast með. Margir áhugasamir tónlistamenn gáfu sig fram í húsband félagsins og verður spennandi að fylgjast með því sem frá þeim kemur.


Eftir fundinn voru frábærir blústónleikar þar sem Lame Dudes spiluðu en leynigestir kvöldins vöktu mikla lukku tónleikagesta. Þar var á ferðinni hljómsveitin Klassart úr Sandgerði.

Ljósmyndir: Júlíus Sigurþórsson