Fjölmenni gekk á Þorbjörn i árlegri Jónsmessugöngu
Um 150 manns fóru í hina árlegu Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn sl.laugardagskvöld. Þátttakendur í göngunni sungu fjöldasöng á fjallstoppnum við undirleik Ingós úr hljómsveitinni Veðurguðirnir.
Opnunartími Bláa lónsins var lengdur þetta kvöld og notuðu göngugarpar tækifærið og böðuðu sig í lóninu í blíðskaparveðri á lengsta degi ársins.
Mynd: Bláa lónið.
Mynd-VF/elg