Fjölmenni fagnaði með sextugum Ásmundi
Fjöldi vina og ættingja heiðruðu Ásmund Friðriksson, þingmann og fyrrverandi bæjarstjóra í Garði þegar hann fagnaði sextugsafmæli sínu í Eldborgarsalnum í Svartsengi í Grindavík í gær. Boðið var upp á fjölda söng- og skemmtiatriða en afmælisbarnið bauð líka upp á myndlistarsýningu. Ási er engum líkur!
Börnin hans gáfu honum m.a. „like“ merki af stærri gerðinni en eins og fram kom í máli þeirra líka föður þeirra fátt meira en að fá „like“ á Facebook en þar er hann öflugur í tíðindaflutningi í störfum sínum og leik. Oddfellowar, Grindvíkingar og ættingjar tóku lagið og allir skemmtu sér hið besta í flottri afmælisveislu Ásmundar.
Hér eru nokkrar myndir en fleiri í myndasafni VF. Smellið hér.