Fjölmenni á opnun sýningar Ellerts
Ellert Grétarsson, ljósmyndari á Víkurfréttum, opnaði í dag ljósmyndasýningu í sal Saltfiskseturs Íslands í Grindavík.
Fjölmenni mætti á opnunina þar sem gaf að líta nokkrar af perlum Ellerts sem er óðum að geta sér orð sem einn fremsti náttúruljósmyndari landsins. Myndirnar eru víða að, aðallega frá Héraði og Reykjanesskaga, og voru gestir afar hrifnir af myndunum.
Ellert hefur undanfarin ár sýnt m.a. í New York, Barcelona, Los Angeles og Sofia. Haustið 2006 hélt hann stóra einkasýningu í Narrows Center for The Arts í Fall River í Massachuttes. Hér heima hefur hann m.a. sýnt á Eiðum, Skriðuklaustri, Café Milanó og nú síðast á Ljósanótt á Byggðasafninu á Vatnsnesi þar sem viðfangsefni hans var brúðusafn Helgu Ingólfs.
Myndir hans hafa einnig birst í útbreiddum blöðum og tímaritum eins og Art Business News, Direct Art og menningarblaði Herald News.
Ellert hlaut í haust þrjár svokallaðar “Honorable Mention” viðurkenningar við veitingu International Photography Awards verðlaunanna 2007. Viðurkenningarnar hlaut hann fyrir náttúruljósmyndun í flokki atvinnumanna. Þær myndir verða á sýningunni auk fjölda annarra ljósmynda sem hann hefur tekið á göngu- og fjallaferðum sínum um Ísland.
Styrktaraðilar sýningarinnar eru Víkurfréttir, SpKef, Bláa lónið, Hótel Keflavík og Útivist og sport.
Sýningin er opin á opnunartíma Saltfisksetursins, alla daga frá 11 til 18, og stendur til 22. janúar.
VF-myndir/Þorgils - 1: Gestir virða fyrir sér myndirnar á sýningunni, 2: Ellert ásamt sonum sínum, þeim Guðsteini og Grétari.
Fjölmenni mætti á opnunina þar sem gaf að líta nokkrar af perlum Ellerts sem er óðum að geta sér orð sem einn fremsti náttúruljósmyndari landsins. Myndirnar eru víða að, aðallega frá Héraði og Reykjanesskaga, og voru gestir afar hrifnir af myndunum.
Ellert hefur undanfarin ár sýnt m.a. í New York, Barcelona, Los Angeles og Sofia. Haustið 2006 hélt hann stóra einkasýningu í Narrows Center for The Arts í Fall River í Massachuttes. Hér heima hefur hann m.a. sýnt á Eiðum, Skriðuklaustri, Café Milanó og nú síðast á Ljósanótt á Byggðasafninu á Vatnsnesi þar sem viðfangsefni hans var brúðusafn Helgu Ingólfs.
Myndir hans hafa einnig birst í útbreiddum blöðum og tímaritum eins og Art Business News, Direct Art og menningarblaði Herald News.
Ellert hlaut í haust þrjár svokallaðar “Honorable Mention” viðurkenningar við veitingu International Photography Awards verðlaunanna 2007. Viðurkenningarnar hlaut hann fyrir náttúruljósmyndun í flokki atvinnumanna. Þær myndir verða á sýningunni auk fjölda annarra ljósmynda sem hann hefur tekið á göngu- og fjallaferðum sínum um Ísland.
Styrktaraðilar sýningarinnar eru Víkurfréttir, SpKef, Bláa lónið, Hótel Keflavík og Útivist og sport.
Sýningin er opin á opnunartíma Saltfisksetursins, alla daga frá 11 til 18, og stendur til 22. janúar.
VF-myndir/Þorgils - 1: Gestir virða fyrir sér myndirnar á sýningunni, 2: Ellert ásamt sonum sínum, þeim Guðsteini og Grétari.