Fjölmenni á opnu húsi SVFK
Fyrsta opna hús Stangveiðifélags Keflavíkur var haldið á fimmtudaginn og er óhætt að segja að félagar í SVFK séu orðnir veiðiþyrstir því yfir 30 manns mættu.
Sigurjón bakari færði félagsmönnum sætabrauð með kaffinu og erum þeir honum afskaplega þakklátir, Engilbert Jensen sýndi nýju stangirnar sem Scott smíðar eftir hans uppskrift og var ekki annað að sjá en að menn væru mjög hrifnir af sköpunarverki Jensens, enda er drengurinn sá eldri en tvævetur í veiðibransanum.
Á næsta opna húsi, þann 23. febrúar, verður vörukynning frá sportbúð Óskars, veiðimyndir verða sýndar og einnig ætla þeir að vera með hnýtingagræjurnar uppi við. Allir eru hvattir til að mæta með þvinguna og nokkrar fjaðrir og hnýta leynivopn sumarsins.
Af www.svfk.is
Sigurjón bakari færði félagsmönnum sætabrauð með kaffinu og erum þeir honum afskaplega þakklátir, Engilbert Jensen sýndi nýju stangirnar sem Scott smíðar eftir hans uppskrift og var ekki annað að sjá en að menn væru mjög hrifnir af sköpunarverki Jensens, enda er drengurinn sá eldri en tvævetur í veiðibransanum.
Á næsta opna húsi, þann 23. febrúar, verður vörukynning frá sportbúð Óskars, veiðimyndir verða sýndar og einnig ætla þeir að vera með hnýtingagræjurnar uppi við. Allir eru hvattir til að mæta með þvinguna og nokkrar fjaðrir og hnýta leynivopn sumarsins.
Af www.svfk.is