Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmenni á listsýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 17. apríl 2003 kl. 21:55

Fjölmenni á listsýningu í Listasafni Reykjanesbæjar

Fjölmenni var við opnun sýningar á tuttugu og tveimur olíumálverkum Sigurbjörns Jónssonar í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar, Duushúsum, Duusgötu 2, Reykjanesbæ. Sigurbjörn hefur búið og starfað í New York í mörg ár og sýndi síðast á Íslandi í Hafnarborg 2001. Sýningarsalurinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu vikum. Gólf eru lögð gæða parketi og lýsing hefur verið bætt til muna.Sigurbjörn sýnir fjölmargar stórar myndir á sýningunni í bland við minni myndir og viðfangsefnið er fjölbreytt.

Listasafn Reykjanesbæjar er opið alla daga frá 13.00-17.00 (nema föstudaginn langa og páskadag). Sýningin stendur til 24. maí.

Myndin: Frá opnun sýningarinnar í dag. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024