Fjölmenni á fjölskylduhátíð í Vogum
Fjölmennt hefur verið í Aragerði í Vogum í allan dag, laugardag, þar sem staðið hefur yfir fjölskylduhátíð Sveitarfélagsins Voga. Dagskrá hefur staðið yfir í allan dag og lauk í kvöld með tónleikum og myndarlegri flugeldasýningu sem Björgunarsveitin Skyggnir sá um.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar flugvél kom á svæðið og lét rigna karamellum.
VF-myndir: Hilmar Bragi