Fjölmenn skrúðganga í Reykjanesbæ
 Íbúar Reykjanesbæjar tóku sumardeginum fyrsta með opnum örmum og fjölmenntu í skrúðgöngu um bæinn í hádeginu. Árleg skátamessa var haldin í Keflavíkurkirkju, þar sem nýir skátar voru vígðir. Áður gengu skátarnir fylktu liði með lúðrablæstri lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar um bæinn. Meðfylgjandi myndir eru annars vegar teknar á kirkjutröppunum í Keflavík og hins vegar þegar skrúðgangan kom upp Sólvallagötuna í Keflavík. Í baksýn er nýjasta háhýsi bæjarins á horni Vatnsnesvegar og Sólvallagötu. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Íbúar Reykjanesbæjar tóku sumardeginum fyrsta með opnum örmum og fjölmenntu í skrúðgöngu um bæinn í hádeginu. Árleg skátamessa var haldin í Keflavíkurkirkju, þar sem nýir skátar voru vígðir. Áður gengu skátarnir fylktu liði með lúðrablæstri lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar um bæinn. Meðfylgjandi myndir eru annars vegar teknar á kirkjutröppunum í Keflavík og hins vegar þegar skrúðgangan kom upp Sólvallagötuna í Keflavík. Í baksýn er nýjasta háhýsi bæjarins á horni Vatnsnesvegar og Sólvallagötu. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				