Fjölmargir höfðu næturdvöl á Garðskaga í nótt, enda sólseturshátíð að ganga í garð. Það voru því margir sem fylgdust með sólsetrinu í gærkvöldi, sem var einstaklega glæsilegt. Þar á meðal var ljósmyndari Víkurfrétta sem tók meðfylgjandi sólsetursmyndir á miðnætti.