Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjöldi sýninga í Sandgerði á Safnahelgi
Fjórar sýningar verða í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði um Safnahelgina.
Fimmtudagur 10. mars 2016 kl. 06:00

Fjöldi sýninga í Sandgerði á Safnahelgi

Safnahelgi verður haldin á Suðurnesjum nú um helgina og verður fjöldi sýninga í boði í öllum sveitarfélögunum. Í Sandgerði verða fjórar sýningar í Þekkingarsetri Suðurnesja. Þar á meðal er sögusýning um rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? sem lenti í óveðri út af Garðskaga, hraktist upp í Borgarfjörð og fórst á Hnokka út af Álftanesi á Mýri og létust allir nema einn áhafnarmeðlimur. Auk þess verður sýningin Huldir heimar hafsins - Ljós þangálfanna sem er falleg og áhugaverð sýning þar sem vísindalegum fróðleik um mikilvægi hafsins og hættur sem að því steðjar, er fléttað saman við ævintýraheim þangálfanna. Einnig verður þar náttúrugripasýning þar sem lifandi sjávardýr og ýmis uppstoppuð dýra verða sem gaman er að skoða. Síðast en ekki síst verður sýning um arf breyttar verkmenningar. Á þeirri sýningu er umfjöllun í máli og myndum um sögu húsnæðisins sem í dag hýsir Þekkingarsetur Suðurnesja.

Í Bókasafni Sandgerðis verður svo sýningin Sofðu unga ástin mín þar sem sýndir verða barnavagnar í eigu Gyðu Bjarkar Jóhannsdóttur. Í Listatorgi verður svo sýningin Aftur til rótar þar sem sýndar verða myndir og listmunir frá upphafsárum listafélagsins Ný Vídd í Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024