Fjöldabrúðkaup í Flugleiðavél á leið til Keflavíkur
Fimm kærustupör ætla að ganga í hjónaband í flugvél Flugleiða á leið frá Baltimore til Keflavíkur í kvöld - á Valentínusarmessu. Hjónaefnin eru öll bandarísk og eru að notfæra sér tilboð Flugleiða fyrir nýgift fólk. Því gefst kostur á að eyða fyrstu tveimur hveitibrauðsdögunum á fínu hóteli á Íslandi. Móttaka verður fyrir hjónaefnin, ættingja þeirra og vini fyrir brottför. Þau ganga síðust farþega út í flugvélina, karlarnir í smóking og konurnar í brúðarkjólum, og verður brúðarmars Wagners leikinn á meðan. Í förinni verður síðan dómari sem sér um vígsluathöfn þegar vélin verður komið hálfa leið til Íslands. Textavarpið greinir frá.






