Fjölburafjöldi í fjölbraut
Það að vera tvíburi er nokkuð merkilegt og hvað þá þríburi. Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur aldrei áður sést annar eins fjöldi tvíbura og þríbura. Þar eru í dag tuttugu og eitt par af tvíburum og tvö pör af þríburum. Þetta mun vera óstaðfest met í íslenskum framhaldsskóla því samkvæmt lauslegri könnun í stærstu framhaldsskólum landsins, þá komast þeir ekki með tærnar þar sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafði hælana.
Hópurinn var kallaður saman í myndatöku á dögunum en þegar ná þarf 46 einstaklingum saman á mynd, þá vandast málið. Hér að ofan má sjá þá tvíbura og þríbura sem mættu í myndatökuna.