Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölbreyttur vetur framundan hjá krökkum í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 15. september 2005 kl. 15:03

Fjölbreyttur vetur framundan hjá krökkum í Reykjanesbæ

Þar sem tekið er að hausta og skólarnir byrjaðir er æskulýðsstarfið einnig komið á fullt. Félagsmiðstöðin Fjörheimar er komin á fullt og segir Hafþór Barði Birgisson, forstöðumaður að dagskráin sé þegar hafin.
„Til dæmis er hljómsveitakvöld hjá okkur í kvöld og svo koma alls konar uppákomur á eftir, hver á fætur annarri. Það eina sem er að er að við eigum í vandræðum með að fá starfsfólk til okkar. Það þýðir bara að við setjum meiri ábyrgð á krakkana sjálfa, en því fylgja bæði kostir og gallar."
Auk Fjörheima fer 88-húsið að hefja starfssemi sína en Hafþór segir að dagskráin þar sé ekki orðin fullmótuð enn. „Við eigum eftir að funda með húsráði og þau munu í raun sjá um að skipuleggja starfið. Dagskráin mun svo skýrast á næstu dögum."
Hafþór lofar engu að síðu miklu fjöri á báðum stöðum í vetur og vil einnig taka þaðfram að enn eru lausar stöður í húsráði 88-hússins fyrir hressa krakka, 16 ára og eldri sem taka þátt í skemmtilegu starfi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024