Fjölbreyttum Þemadögum lokið
Þemadögum Fjölbrautaskóla Suðurnesja lauk í dag með skemmtidagskrá á sal skólans og fyrirlestri Auðar Haraldsdóttur, en síðustu vikuna hefur verið boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
Nemendur hafa sótt kynningar og námskeið alla vikuna og má þar á meðal nefna magadans, gítarspil, Bláa herinn, Lífsstíl og Björgunarsveitina Suðurnes auk þess sem nemendur voru með útvarpsstöð, kaffihús í umsjón Starfsdeildar, bridge og margt fleira.
Í gærkvöld var Þemaball í umsjón Aðalsins og var þemað 1976, eða diskó og mætti gestir tilheyrandi glæsifötum.
VF-myndir/Þorgils