Fjölbreytt þrettándagleði í Vogum
	Fjölbreytt þrettándagleði verður í Vogum á sunnudaginn. Val á íþróttamanni ársins verður tilkynnt þann 6. janúar í íþróttamiðstöðinni kl 16:00.
	
	Kyndlaganga ásamt kóngi og drottningu í broddi fylkingar, hefst við félagsmiðstöð kl 18:00.
	
	Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Skyggnis verður við brennuna.
	
	Eftir flugeldasýninguna höldum við í Tjarnarsalinn, þar sem verður smá gleði, sungið og dansað.
	
	Boðið verður uppá andlitsmálun fyrir yngri krakkana í félagsmiðstöðinni frá klukkan 16:30-17:45.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				