Fjölbreytt starf eldri borgara á Suðurnesjum
Allir sem náð hafa 60 ára aldri geta gengið í Félag eldri borgara á Suðurnesjum. Á vegum félagsins er boðið uppá fjölbreytta dagskrá.
Í Reykjaneshöll gefst fólki tækifæri á morgnana til að ganga og þrisvar í viku er boðið uppá létta leikfimi þ.e. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 9:30. Ekki þarf að greiða.
Sundleikfimi er í boði mánudaga kl 14:30 og föstudaga kl. 09:00 í Vatnaveröld. Ekki þarf að greiða.
Alla virka daga er boðið uppá fjölbreytta dagskrá á Nesvöllum. Má þar nefna bingó, spilavist, leikfimi, línudans og margt fleira. Í Virkjun er hægt að stunda billjard eða Boccia í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Alla föstudaga er boðið uppá svokallaða Létta föstudaga á Nesvöllum kl. 14:00, þar sem eitthvað skemmtilegt fer fram.
Kjaramálin
Fimmtudaginn 5. nóvember kl. 16:00 á Nesvöllum mætir Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara og fer yfir stöðu mála. Hver er staðan í kjaramálum? Hvernig er með greiðslur frá Tryggingastofnun? Allir hvattir til að mæta.
Haustfagnaður
Laugardaginn 14. nóvember verður haustfagnaður eldri borgara á Suðurnesjum haldinn á Nesvöllum. Nánar auglýst þegar nær dregur.
Jólahlaðborð
Félag eldri borgara efnir til ferðar á Hótel Örk föstudaginn 4. desember þar sem jólahlaðborð verður og gisting á hagstæðu verði. Nánar auglýst þegar nær dregur.
Árgjald í félagið er kr. 2000. Allir félagar fá senda afsláttarbók sem veitir góðan afslátt í fjölmörgum verslunum og fyrirtækjum á Suðurnesjum en aflsáttarkjörin standa einnig til boða í mörgum verslunum í Reykjavík og víðar.
Nánari upplýsingar hjá formanni félagsins Sigurði Jónssyni sími 847 2779.