Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölbreytt dagskrá í Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar
Föstudagur 30. september 2022 kl. 10:40

Fjölbreytt dagskrá í Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar

Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar fer fram vikuna 3.-9.október þar sem fjöldi heilsutengdra viðburða verða í boði fyrir bæjarbúa á öllum aldri.
Markmiðið með Heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni ásamt því að hlúa að verndandi lifnaðarháttum með þátttöku allra bæjarbúa.

Fjölbreytt dagskrá verður alla vikuna og ýmis tilboð í gangi hjá fyrirtækjum og stofnunum Reykjanesbæjar. Meðal þess sem er á dagskrá í Heilsu- og forvarnarvikunni er heilsufyrirlestur með Ebbu Guðný Guðmundsdóttur mánudaginn 3.október kl. 20-21 í Íþróttaakademíunni um næringu, matarsóun og umhverfisvernd. Einnig er í boði rafrænn fyrirlestur um svefn með Einari Trausta Einarssyni sálfræðingi þar sem hann fer yfir sturlaðar staðreyndir um svefn. Þá eru heilsufarsmælingar í boði á Bókasafni Reykjanesbæjar, krakka jóga, Aqua jóga og frítt er í sund föstudaginn 7.október í Vatnaveröld. Íþróttafélögin munu bjóða upp á ókeypis æfingar og vinaviku.

Þar að auki eru leikskólar, skólar og Fjörheimar með fjölbreytta dagskrá í boði fyrir börn og ungmenni alla vikuna. Líkamsræktarstöðvar verða með ýmis tilboð í gangi og Janus Heilsuefling verður með viðburði fyrir eldri borgara. Það ætti því að vera hreyfing í boði við allra hæfi og hvetur Reykjanesbær bæjarbúa að nýta sér þessa heilsueflandi viðburði vikunnar fyrir bætta heilsu, hægt er að kynna sér dagskránna nánar á https://visitreykjanesbaer.is/vidburdadagatal/heilsu-og-forvarnarvika/

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024