Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölbreytt dagskrá á fjölmenningardegi
Sanaz skartar hér íranska þjóðbúningnum og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri klassískum jakkafötum. Ljósm. Iðunn Ingólfsdóttir
Fimmtudagur 17. maí 2018 kl. 11:37

Fjölbreytt dagskrá á fjölmenningardegi

Fjölmenningardagur var haldinn hátíðlegur 12. maí sl. í Bókasafni Reykjanesbæjar. Fjölbreytt dagskrá var í boði og fréttabréf fjölmenningar gefið út á þremur tungumálum. Það er fjölmenningarteymi sem skipað er starfsfólki Reykjanesbæjar af öllum sviðum sem stendur fyrir fjölmenningardeginum.
Angela Amaro hóf dagskrá og sagði frá því hvernig er að vera  innflytjandi á Íslandi. Hún sagði lykilinn að því hversu vel hún hefur aðlagast vera þann að hafa lært íslensku.

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir nýr verkefnastjóri fjölmenningarmála ræddi um mikilvægi vináttunnar og fór stuttlega yfir hvernig hún sér starfið fyrir sér. Hún mun hefja störf í ágústmánuði nk.
Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu nokkur lög undir styrkri stjórn German Khlopin. Anna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hulda Einarsdóttir og Guðbjörg Gerður Gylfadóttir kynntu drög að móttökuáætlun Háaleitisskóla og nýtt verkefni sem miðar að því að fjölga innflytjendum í Íþrótta og tómstundastarfi í Reykjanesbæ.
Að lokum kynnti Sanaz þjóðbúning Írans og bauð upp á Íranska smárétti og portúgalska súpu.