Fjóla Jóns sýnir í Frumleikhúsinu

Næstkomandi föstudag opnar Fjóla Jóns sýningu í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17 í Keflavík í tilefni af Ljósanótt.  Þetta er áttunda einkasýning Fjólu. Á henni verða verk unnin í olíu á striga, sem Fjóla hefur unnið að á árínu.  
Sýningin opnar kl. 18:30 og verða léttar veitingar í boði, ásamt því að Róbert Torfason mun leika ljúfa tónlist á gítar.  Allir eru velkomnir að mæta.  Fjóla tileinkar þessa sýningu bestu vinkonu sinni og ömmu – Fjólu Eiríks – sem lést árið 2006.  Sýningin verður einnig opin á laugardag og sunnudag frá 14:00 til 18:00.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				