Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:48

FJJÖLTYNGI ER FJÖLKYNNGI!

Á málasviði Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru kennd sex tungumál: Danska, enska, franska, íslenska, spænska og þýska. Öllum nemendum skólans er skylt að taka kjarnaáfanga í dönsku, ensku og íslensku en önnur tungumál eru valfrjáls. Íslenskan situr að sjálfsögðu í öndvegi. Nemendur þurfa að kljást við ástkært, ylhýrt móðurmálið á margvíslegan hátt. Enginn útskrifast án þess að hafa fengið nokkra fræðslu í hljóðfræði, málfræði, stafsetningu og íslenskum bókmenntum frá upphafi til vorra daga. Sögur eru lesnar og ljóð krufin. Allir nemendur skólans verða að taka a.m.k. fimmtán einingar í íslensku og þeir sem fara á málabraut átján einingar. Danska og enska eru einnig skyldufög á öllum námsbrautum skólans. Nemendur á málabraut verða að ljúka a.m.k. átta einingum í dönsku og átján einingum í ensku. Nemendur geta síðan valið að leggja stund á frönsku, spænsku eða þsku. Unnt er að velja eitt þessara þriggja mála sem þriðja erlenda málið og svo annað sem það fjórða. Sumir nemendur kjósa að læra öll tungumálin. Á málabraut er skylda að ljúka a.m.k. átján einingum í þriðja máli og tólf einingum í fjórða máli. Stundum hefur verið boðið uppá kennslu í latínu en þar sem hún er ekki skyldugrein á málabraut hefur reynst nokkuð örðugt að laða nemendur að faginu. Nemendur sem hyggja á áframhaldandi málanám, t.d. á háskólastigi, ættu endilega að velja sér, þó ekki væri nema einn áfanga í latínu. Hún gefur góða hugmynd um málfræðikerfi og orðaforða annarra tungumála, ekki síst rómönsku málanna, s.s. frönsku og spænsku. Markmið með kennslu tungumála er auðvitað afar margþætt. Á málabraut er tilgangurinn að nemendur fái góða undirstöðu fyrir æðra nám. Almennt er stefnt að því að nemendur geti skilið talað mál og ritaðan texta og að tjáning þeirra, bæði munnleg og skrifleg, eflist á námstímanum. Einnig opnar tungumálanámið sýn inn í menningarheim og þjóðlíf viðkomandi lands. Tungumálakennarar við FS eru öflugur og áhugasamur hópur sem leggur sig fram um að ná settum markmiðum með stöðugt fjölbreyttari kennsluaðferðum. Allir eru þeir sér sterklega meðvitaðir um mikilvægi tungumálanámsins. Við upphaf nýrrar aldar hefur heimurinn skroppið saman, atvinnutækifærin leynast í öllum heimshornum, margmiðlun og fjarskipti hafa fært tungumálaflóruna heim í stofu. Okkur er nauðsynlegt að kunna tungumál ef við viljum finna okkur ból í landslagi 21. aldarinnar. FS nemar í ljóÐum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024