FJÁRSJÓÐUR Í KEFLAVÍKURHÖFN OG KAMPAVÍN Í GARÐSJÓ!
Eins og lesendum Tímarits Víkurfrétta er kunnugt fann kafari hjálpartæki ástarlífsins í höfninni í Sandgerði. Fundurinn vakti athygli enda slíkir hlutir sjaldséðir á hafsbotni. Það leynist fleira í hafinu en „draumaprinsar“ því kafarar fundu ýmsan varning um páskana. Í Garðsjónum fannst kampavínsflaska með innsigli og við Keflavíkurhöfn fundust pokar merktir Samvinnubankanum sáluga sem innihéldu smámynt frá því fyrir myntbreytingu. Kafarar tóku með sýnishorn upp á yfirborðið og voru þar mest 50 aura mynt merkt ártalinu 1971 og 1973. Ef einhver kann skýringu á því hvers vegna myntin er þarna niður-komin þá eru þeir sömu hvattir til að hafa samband við ritstjórn Víkurfrétta.