Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjallað um upplýsta uppalendur á þriðja fyrirlestri FFGÍR
Laugardagur 13. mars 2010 kl. 12:08

Fjallað um upplýsta uppalendur á þriðja fyrirlestri FFGÍR


Þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestraröð FFGÍR fer fram mánudaginn 15. mars kl. 20 - 21.
Efni hans er Upplýstir uppalendur, hlutverk foreldra í kynfræðslu barna sinna.

Ásdís Olsen, menntunarfræðingur og Dagbjört Ásbjörnsdóttir, mannfræðingur, flytja erindi og eiga samræður við foreldra um hlutverk þeirra í kynfræðslu barna sinna. Hvernig styðjum við börnin okkar til þroska og heilbrigðis? Hvert er hlutverk okkar í umræðunni um kynþroska og kynlíf? Hvernig eigum við að ræða við börnin okkar um kynþroska og kynlíf? Hvaða áhrif hefur upplýsingasamfélagið, staðalmyndir og kynímyndir?

Allir foreldrar grunnskólabarna í Reykjanesbæ velkomnir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024