Fjallað um líf og list Eggerts Guðmundssonar
Frásagnir og spjall í í tengslum við sýningu á verkum Eggerts Guðmundssonar „Verk í eigu bæjarbúa" fer fram sunnudaginn 27. september kl. 15.00 í Bíósal.
Erindi flytja Björn Stefánsson sem segir frá kynnum sínum af Eggerti og sýningarhaldi því tengdu, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Thor B. Eggertsson sonur listamannsins og Guðlaug María Lewis fræðslufulltrúi Listasafns Reykjanesbæjar. Þess má geta að þessi helgi er jafnframt síðasta sýningarhelgi sýningarinnar.
Allir eru hjartanlega velkomnir og heitt verður á könnunni.