Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fitjarnar hreinsaðar
Þriðjudagur 22. júní 2004 kl. 19:13

Fitjarnar hreinsaðar

Þessi harðduglegi hópur af unglingum tók áskorun Bláa hersins og mætti 2 kvöld í síðustu viku og hreinsaði strandlengju og tjarnir Fitjanna. Afraksturinn var rúmlega hálfur lokaður gámur frá Njarðtak af plastrusli og fleiru sjóreknu rusli. Eitt var áberandi við tjarnirnar sem hægt væri að forðast að þurfa að tína upp en það eru umbúðirnar frá þeim sem gefa fuglunum. Ég skora á þá sem gefa fuglunum að taka með sér umbúðirnar, en vonandi koma þarna ruslafötur sem hægt verður að setja í smárusl sem sést oft þarna og sem jafnvel gestir og gangandi geta stungið í föturnar. Unglingarnir sem mættu þarna galvösk eru að keppa á vinarbæjarmóti í Tröllhåttan fyrir hönd Reykjanesbæjar í körfubolta. Þau áunnu sér inn ákveðna styrkupphæð með áskoruninni og var mikill sómi af vinnuframlagi þeirra og hversu samviskusamlega þau tóku til hendinni. Kærar þakkir til þessa hóps sem og ósk um gott gengi í Svíþjóð.

Kveðja,
Tómas J. Knútsson formaður Bláa hersins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024